Þú ert hér: Forsíða > Fræðsluhornið > Ostagerð
Ostagerð
Ostagerð á Íslandi
Hvernig eru ostar búnir til?


1. Mjólkin er hituð, gerilsneydd og fituinnihald ákvarðað. Viðeigandi ostagerlum er „sáð“ í mjólkina, hleypi bætt við og mjólkin látin hlaupa.
2. Eftir u.þ.b. hálfa klukkustund hefur hlaupið náð réttum þéttleika og er þá skorið í litla teninga sem mynda svokölluð ostkorn. Á þessu stigi skilst mysan frá.
3. Blandan er hituð og hrærð, mysan er sigtuð frá og notuð í mysuost.
4. Nú erum við með fersk ostkorn. Þetta er ferskosturinn Kotasæla.
5. Ostkornin eru sett í mót og pressuð og þannig verður til þéttari ostur. Ýmist er þessi ostur settur í gerjun þar sem hann verður að föstum osti .
6. eða hann er skorinn smátt, bræddur, þynntur örlítið, bragðbættur og heitir þá smurostur.